miðvikudagur, desember 07, 2005

 

Allt er þegar þrennt er

1. Rennilásinn á úlpunni bilaði, þarf að fara með úlpuna á saumastofu og láta laga það - ég á enga aðra úlpu nema næfurþunnan regnjakka.
2. Komst að því að jólagjöfin hennar dóttur minnar þarfnast nýs dvd spilara til að hægt sé að nota hana.
3. Stafræna myndavélin bilaði og hún þarf í viðgerð á "besta" tíma, aðventunni. Vitum ekki hvort við fáum hana fyrir jól - hey við erum með lítið barn og hvenær tíma ársins er skemmtilegast að taka myndir..... JÓLIN.

....þessi þrjú atriði sem öll komu í sömu vikunni stressuðu mig gífurlega mikið upp og ég fékk þetta líka þvílíka pirringskast yfir þessu. Ég hinsvegar ákvað að láta þetta ekki pirra mig og málin eru í dag svona; Úlpan fer í viðgerð, vonandi flýtiviðgerð og ég fæ úlpuna hennar mömmu lánaða á meðan. Það verður líklega keyptur dvd-spilari með heimabíókerfi.... já svona er þetta bara, mig hefur lengi langað í heimabíó. Myndavélin verður vonandi ekki lengi í viðgerð en ef hún verður lengi í viðgerð þá verðum við að notast við gömlu "ekki" stafrænu myndavélina, framkalla á disk og velja svo úr myndir til að framkalla - pínku dýrara en það verður bara að hafa það.
Ég veit að ég á stundum til að gera úlfalda úr mýflugu en .... svona er ég bara og stundum er mikið hlegið af mínum minnstu áhyggjum sem mér finnst oft stórar áhyggjur.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<