mánudagur, desember 05, 2005
DVD-Kids
Ojjjbarasta hvað þetta var leiðinlegt og svekkjandi.
Keypti DVD-kids handa Lindu Björk í jólagjöf helgina sem ég var í Reykjavík. Þetta tæki er "tengt" við DVD spilara og þannig er hægt að leika sér í þessu. Utan á pakkanum stóð að hægt sé að nota það við Playstation 2 tölvur (sem eru líka DVD spilarar) og ég kaupi þetta auðvitað í góðri trú og voðalega ánægð með þetta alltsaman og veit að stelpan verður mjög spennt og ánægð yfir þessu en..... Ég þakka bara mínum sæla fyrir að hafa ákveðið í gærkvöldi að tengja þetta svona og hafa þetta tilbúið svo stelpan geti nú farið strax og leikt sér þegar hún væri búin að opna pakkana á Aðfangadagskvöld......nefnilega...... þegar ég opna kassann þá stendur á miða inní kassanum að tækið sé bara hægt að nota með nýjustu gerðinni af Playstation 2. Mín tölva er frá 2002 og því ekki nýjasta gerð og þess vegna er ekki hægt að nota tækið við hana. Ég varð ekki ánægð með þetta og er búin að vera frekar pirruð og fúl yfir þessu í dag. Talaði við einhvern gaur hjá fyrirtækinu í morgun og bað hann vinsamlegast um að breyta merkingunni á kassanum þanni að þar stæði "hægt að tengja við NÝJUSTU gerðir PS2". Ég hefði ekki viljað sjá stelpuna mína taka þennan pakka upp á jólunum og geta svo ekki notað þetta... ojjj hvað það hefði verið fúlt.
Staðan er því þannig í dag að ég get í rauninni ekki skilað þessu því ég er búin að henda öllum kvittunum fyrir að ég keypti þetta í Hagkaupum... ég keypti líka leik með og kostar þetta samanlagt um 8 þúsund krónur. Ef ég myndi ná að skila þessu þá fengi ég líklega bara innleggsnótu í Hagkaupum og ég er ekki á leiðinni þangað fyrir jól. Ég myndi líka lenda í vandræðum með að kaupa handa henni aðra jólagjöf því ég var í vandræðum með að finna eitthvað handa henni fyrir ... áður en ég keypti þetta tæki.
Það er því eiginlega bara eitt í stöðunni. Kaupa DVD spilara og ég get fengið svoleiðis, ágætan spilara í BT á 4900.
Ætla aðeins að hugsa þetta mál en grunar að ég endi á að kaupa mér spilara... held það sé langauðveldast í stöðunni en ferlega var þetta fúlt... svona óþarflega fúlt og algjört athugunarleysi hjá þessu DVD kids company - trúi ekki að þeir hafi lent í svona fyrirspurnum og leiðindarmálum áður.
Keypti DVD-kids handa Lindu Björk í jólagjöf helgina sem ég var í Reykjavík. Þetta tæki er "tengt" við DVD spilara og þannig er hægt að leika sér í þessu. Utan á pakkanum stóð að hægt sé að nota það við Playstation 2 tölvur (sem eru líka DVD spilarar) og ég kaupi þetta auðvitað í góðri trú og voðalega ánægð með þetta alltsaman og veit að stelpan verður mjög spennt og ánægð yfir þessu en..... Ég þakka bara mínum sæla fyrir að hafa ákveðið í gærkvöldi að tengja þetta svona og hafa þetta tilbúið svo stelpan geti nú farið strax og leikt sér þegar hún væri búin að opna pakkana á Aðfangadagskvöld......nefnilega...... þegar ég opna kassann þá stendur á miða inní kassanum að tækið sé bara hægt að nota með nýjustu gerðinni af Playstation 2. Mín tölva er frá 2002 og því ekki nýjasta gerð og þess vegna er ekki hægt að nota tækið við hana. Ég varð ekki ánægð með þetta og er búin að vera frekar pirruð og fúl yfir þessu í dag. Talaði við einhvern gaur hjá fyrirtækinu í morgun og bað hann vinsamlegast um að breyta merkingunni á kassanum þanni að þar stæði "hægt að tengja við NÝJUSTU gerðir PS2". Ég hefði ekki viljað sjá stelpuna mína taka þennan pakka upp á jólunum og geta svo ekki notað þetta... ojjj hvað það hefði verið fúlt.
Staðan er því þannig í dag að ég get í rauninni ekki skilað þessu því ég er búin að henda öllum kvittunum fyrir að ég keypti þetta í Hagkaupum... ég keypti líka leik með og kostar þetta samanlagt um 8 þúsund krónur. Ef ég myndi ná að skila þessu þá fengi ég líklega bara innleggsnótu í Hagkaupum og ég er ekki á leiðinni þangað fyrir jól. Ég myndi líka lenda í vandræðum með að kaupa handa henni aðra jólagjöf því ég var í vandræðum með að finna eitthvað handa henni fyrir ... áður en ég keypti þetta tæki.
Það er því eiginlega bara eitt í stöðunni. Kaupa DVD spilara og ég get fengið svoleiðis, ágætan spilara í BT á 4900.
Ætla aðeins að hugsa þetta mál en grunar að ég endi á að kaupa mér spilara... held það sé langauðveldast í stöðunni en ferlega var þetta fúlt... svona óþarflega fúlt og algjört athugunarleysi hjá þessu DVD kids company - trúi ekki að þeir hafi lent í svona fyrirspurnum og leiðindarmálum áður.