föstudagur, desember 02, 2005

 

Hvað er þetta með rennilása ?


Ég skil ekki rennilása. Mér finnst bara pirrandi að vera í nýlegri, stíheilli úlpu með ónýtum rennilás. Á ekki rennilásinn að duga eins og úlpan ? Er hægt að velja sér úlpur með spes góðum rennilásum. Á maður að spyrja næst þegar maður kaupir sér úlpu; "en segðu mér .. hvernig er rennilásinn ? hvaða merki er hann ?", ég held það kæmi svipur á afgreiðslufólk ef þau fengju þessa spurningu... eða "vá varstu að fá þér nýja úlpu.... æðisleg, rennilásinn er sko góður, átti einu sinni úlpu með svona rennilás". Mér finnst að þetta ætti að vera svona. Mér finnst vesen að fara með úlpuna á saumastofu og bíða í viku eftir að það sé settur nýr rennilás á hana + það kostar líka og svo er ekki gott að vera úlpulaus í þessum kulda.
Bara svona smá hugrenningar hjá mér á köldum föstudegi, held ég verði að plata mömmu til að skipta um rennilás og í svona tilfellum sé ég eftir að hafa verið óþekk í handavinnutímum í den.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<