miðvikudagur, desember 14, 2005

 

Jólakortin



Er það bara ég eða....
fékk fjöldapóst frá Póstinum í gær með þeim skilaboðum að núna gæti maður gert kortin á jólakortavef Póstsins og þetta væri voða sniðugt og auðvelt mál. Ég kíkti nú þarna inn fyrir forvitnissakir og varð nú bara aldeilis hlessa á verðinu. Hvert kort kostar heilar 200 kr (með burðargjaldi) sem þýðir að í mínu tilfelli með 40 kort myndi ég borga 8000 kr. fyrir pakkann.... shit..... of mikið fyrir minn smekk.
Að gamni reiknaði ég út hvað hvert kort kostar hjá mér; ég sendi 40 myndir í framköllun í gegnum Bandaríkin www.bonusprint.com og kostar stykkið 14 kr. Þar ofaná leggst tollur sem er ca. 10 kr. á mynd = 24 kr. á mynd. Ég keypti 40 kort í pakka á 600 kr og stykkið er því á 15 kr. svo er það burðargjaldið 50 kr. Samtals : 89 kr. jólakortið frá mér og fyrir 40 kort er pakkinn á 3560 kr sem er að mínu mati bara fínasta verð.
Ég keypti hinsvegar kortapakka frá Krabbameinssjúkum börnum á 1000 kr eins og ég geri alltaf en ég tel það ekki hér inní enda um öðruvísi kostnað að ræða að mínu mati.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<