fimmtudagur, desember 08, 2005
Leikskólamál og jólaundirbúningur
Æ hvað mér líst ekki vel á þessa breytingu hér í bænum v. leikskólamála. Núna á að fara að sameina leikskólana þrjá undir einn hatt og mér finnst það ekki spennandi og skil reyndar ekki af hverju er verið að fara út í þessa framkvæmd. Einn skólastjóri fyrir allt batteríið.
Eins og er er stelpan mín á besta leikskóla í heimi, Rauðagerði. Ég er ofboðslega ánægð með hann og starfsfólkið og finnst sorglegt ef Rauðagerði hættir að starfa eftir einhvern tíma og hér í bæ verði bara einn leikskóli...hef heyrt þetta en veit ekki hvort það sé mikið til í því og vona að það sé ekki rétt. Ég var ekki lengi að ákveða á hvaða leikskóla ég vildi sjá stelpuna mína á en fannst hinsvegar gott að geta valið um þrjá kosti.
Næsta haust mun hinsvegar taka til starfa stór leikskóli og þá er spurning hvort það verði stefnulaus leikskóli eða hvort hann verði deildaskiptur eftir stefnum, hvort börnin týnist ekki í svo stóru batteríi og það glatist þessi litla eining og heimilislegheitin sem t.d. Rauðagerði býr yfir. Því miður ég er bara ekki að fíla þetta akkúrat núna og ég vil alls ekki að gamli leikskólinn minn og núna leikskólinn dóttur minnar eigi eftir að loka (ef það gerist þá sem ég vona ekki).
Hvað varðar jólaundirbúning er kellingin að missa sig. Tók mig til og skreytti allt hátt og lágt um síðustu helgi og dóttirin hjálpaði auðvitað og Brynjar henti útiseríunni og greninu á handriðið. Búin að baka eina sort og ætla að baka aðra í kvöld. Á næstunni verður svo horft á Jólasögu (Christmas Carol) með Ebenezer Scrooge sem er skylduáhorf og eitthvað sem kemur manni í endanlegt jólaskap. Held ég sé búin að horfa á allar útgáfur á þeirri sögu; teiknimynd, disneyteiknimynd, leikrit, bíómynd, grínbíómynd, brúðumynd og Prúðuleikaramynd. Algjörlega besta jólasaga fyrr og síðar að mínu mati. Elska jólaundirbúninginn og ætla að njóta hans í botn með familíunni.
Eins og er er stelpan mín á besta leikskóla í heimi, Rauðagerði. Ég er ofboðslega ánægð með hann og starfsfólkið og finnst sorglegt ef Rauðagerði hættir að starfa eftir einhvern tíma og hér í bæ verði bara einn leikskóli...hef heyrt þetta en veit ekki hvort það sé mikið til í því og vona að það sé ekki rétt. Ég var ekki lengi að ákveða á hvaða leikskóla ég vildi sjá stelpuna mína á en fannst hinsvegar gott að geta valið um þrjá kosti.
Næsta haust mun hinsvegar taka til starfa stór leikskóli og þá er spurning hvort það verði stefnulaus leikskóli eða hvort hann verði deildaskiptur eftir stefnum, hvort börnin týnist ekki í svo stóru batteríi og það glatist þessi litla eining og heimilislegheitin sem t.d. Rauðagerði býr yfir. Því miður ég er bara ekki að fíla þetta akkúrat núna og ég vil alls ekki að gamli leikskólinn minn og núna leikskólinn dóttur minnar eigi eftir að loka (ef það gerist þá sem ég vona ekki).
Hvað varðar jólaundirbúning er kellingin að missa sig. Tók mig til og skreytti allt hátt og lágt um síðustu helgi og dóttirin hjálpaði auðvitað og Brynjar henti útiseríunni og greninu á handriðið. Búin að baka eina sort og ætla að baka aðra í kvöld. Á næstunni verður svo horft á Jólasögu (Christmas Carol) með Ebenezer Scrooge sem er skylduáhorf og eitthvað sem kemur manni í endanlegt jólaskap. Held ég sé búin að horfa á allar útgáfur á þeirri sögu; teiknimynd, disneyteiknimynd, leikrit, bíómynd, grínbíómynd, brúðumynd og Prúðuleikaramynd. Algjörlega besta jólasaga fyrr og síðar að mínu mati. Elska jólaundirbúninginn og ætla að njóta hans í botn með familíunni.