þriðjudagur, desember 27, 2005

 

Á milli jóla og nýárs

Gleðilega hátíð !!! og já jólin eru nú alls ekki búin.... þau eru ekki búin fyrr en 7.janúar og það er langt þangað til og ég ætla að njóta þeirra í botn alveg þangað til ég tek niður síðusta jólaskrautið.
Áttum annars fínustu helgi þó þetta hefði mátt vera aðeins lengra hjá manni. Þurfti að mæta í vinnu í morgun og það var ekki beint skemmtilegt en hafðist. Helgin var í stikkorðum:

Það er ekki laust við að maður verði bara saddur af að lesa þetta aftur yfir... jahérna hér... og þar sem ekki viðraði til göngutúrs þá hékk maður bara inni alla helgina. Það var gott að komast í ræktina í hádeginu í dag.

Næst er það svo gamlárskvöld. Held mig inni þegar sprengt er... er bara hrædd við öll þessi læti. Hætti alveg að taka þátt í þessum sprengjum þegar ég skaut einu sinni rakettu beint í fangið á nágrannanum.... hef ekki snert þetta síðan mér brá svo. Svo er ég svo agalega nísk að kaupa þetta dótarí en það er önnur saga.

Hafið það gott!


|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<