fimmtudagur, desember 15, 2005
My lucky day
Ég er ekki frá því að þessi fimmtudagur sé minn lukkudagur.
Ég fékk myndavélina mína úr viðgerð í morgun og ég er að anda mun léttar fyrir vikið, var farin að hafa áhyggjur af því að vera "stafrænnimyndavélarlaus" um jólin.
Ég náði loksins loksins að tengja DVD Kids tækið við "Manchester United" spilarann sem ég fjárfesti í í gær og þvílíkur léttir. Ég var farin að sjá fram á það að þurfa að fá hina og þessa dvd spilara lánaða úr búðum til þess eins að athuga hvort þeir virkuðu með þessu leiktæki. Var heppin, fékk æðislega þjónustu í Brimnes, lánaði mér spilarann heim og bingó - tækið virkaði með honum - hjúkket.
Byrjaði daginn svo á að pakka inn sælgæti í jólapoka fyrir jólaskemmtun í Sparó (ekki leiðinleg byrjun á degi). Lauga kom og lánaði mér "Christmas with the Kranks", hún ætlaði víst að fara að skila henni en hugsaði svona fallega til mín áður og ákvað að trilla með hana hingað niður í Sparó. Sigrún nágranni keypti sér um daginn Polar Express og var að tilkynna mér það að hún hefði skrifað hann fyrir Lindu mína á disk svo hún gæti átt hana.... jiiii bara hundrað flottir hlutir í dag.
....eitt sem á eftir að græjast fyrir jólin eru myndirnar sem ég bíð enn eftir úr framköllun frá bonusprint... síðasti séns fyrir jólakortin er 21 des og ef myndirnar verða ekki komnar þá þá bara prenta ég þær sjálf út - engin úlfaldi úr mýflugu þar sko.
Annars er ég bara lukkuleg með þennan dag og ætla að halda áfram að vera lukkuleg og brosa.