sunnudagur, desember 18, 2005

 

Tjaldbúinn og rest

Eitthvað finnst mér þetta mál furðulegt. Las um manninn sem bjó í tjaldi í Öskjuhlíðinni vegna þess að hann er öryrki og hefur ekki efni á að leigja sér íbúð, hræðilegt bara og enn hræðilegra fannst mér þegar hann sagði frá því að hann ætti börn og dóttir hans hefði meira að segja komið í "heimsókn" til hans í tjaldið. Hvað er að ? Ég sæi mig í anda heimsækja pabba í tjaldið hans og furða mig á því hvað hann væri nú að gera í tjaldi og fara svo bara heim til mín aftur.... what ??? Ég myndi nú ekki láta þrjóskuna í honum stoppa mig í því að búa um hann inní einu herbergi í húsinu mínu eða bara á stofugólfinu... .... hvurslags... mér finnst þetta eitthvað gruggugt mál. Gott að vita samt að karlinn er kominn í hús sem honum var reddað eftir viðtalið.

Annars var helgin með rólegu móti. Dúllast heima hjá sér og undirbúið jólin. Horfði á Polar Express og hún var algjör snilld, einstaklega vel gerð og flott mynd. Eins voru vinir mínir í Spaugstofunni samir við sig og skemmtu mér konunglega, sérstaklega með nýja jólalagadiskinn sem átti ekki að mismuna minnihlutahópum með lögum eins og "Ég sá pabba kyssa jólasvein" og "Ég á heima á Tælandi".... þeir eru bara yndislegir.

Flott nýja auglýsingaherferðin hjá SPRON. Óhræddir við að skjóta á stóru bankana föstum skotum varðandi íbúðalánin.

Eitthvað er verið að tala um að framundan gætu orðið mestu loftslagsbreytingar í 5000 ár í Evrópu.... fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá þetta var að þá gæti maður kannski farið að sjá ný og ný skorkvikindi, flugur og slöngur... það var svona helsta áhyggjuefnið...hehehehe.

....og ég var að fatta einn kæk sem ég er búin að þróa með mér núna. Þegar ég er í ullarsokkum hér heima hjá mér þá á ég til að skauta á þeim... þeir eru það sleipir að í staðinn fyrir að labba síðustu skrefin þá skauta ég þau (læt mig renna) og svo sný ég mér í hring eins og skautadrottning þegar ég þarf að snúa mér við....hehehehe.... ömurlega hallærislegt.....roðn.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<