þriðjudagur, janúar 03, 2006
2006
Þá er komið nýtt ár. Áramótin voru bara mjög fín. Hittum gamla vinahópinn minn á föstudagskvöldið og spiluðum Party og co sem er bara snilldarspil (og ég er nú ekki mikil spilakelling). Frábært að ná að hittast svona öll og það er nú afar sjaldan að það tekst. Spurning að gera þetta að hefð - spilakvöld daginn fyrir gamlárs.
Á gamlárs fórum við svo til mömmu og pabba í kalkún.... úff hvað hann var hrikalega góður. Svo var sest niður fyrir framan sjónvarpið og horft á Stelpurnar sem ég var alveg að missa mig yfir og ekki tók síðra við. Skaupið var frábært í einu orði sagt og langt síðan ég hef hlegið svona mikið yfir Skaupinu. Þegar Skaupinu lauk um kort yfir ellefu þá voru Vestmannaeyingar bara byrjaðir að skjóta upp og ég röfla alltaf yfir þessu á hverju ári...... afhverju er Skaupið ekki látið byrja klukkan ellefu og þá er það búið klukkan tólf og þá er kominn tími til að skjóta upp. Mér finnst bara miklu hátíðlegra að flugeldasýning byrji þegar nýja árið er komið en hvað um það..... kannski óþarfa vangaveltur hjá mér. Eftir sprengjurnar og lætin fórum við svo bara heim og fengum Jónas Loga og Ester hans og Hjördísi sys í smá heimsókn, þau fóru svo á ball og við gömlu fórum að sofa. Allir sáttir.
Nýtt ár er hafið og skv. stjörnuspánni minni þá á það að líta svona út;
Á gamlárs fórum við svo til mömmu og pabba í kalkún.... úff hvað hann var hrikalega góður. Svo var sest niður fyrir framan sjónvarpið og horft á Stelpurnar sem ég var alveg að missa mig yfir og ekki tók síðra við. Skaupið var frábært í einu orði sagt og langt síðan ég hef hlegið svona mikið yfir Skaupinu. Þegar Skaupinu lauk um kort yfir ellefu þá voru Vestmannaeyingar bara byrjaðir að skjóta upp og ég röfla alltaf yfir þessu á hverju ári...... afhverju er Skaupið ekki látið byrja klukkan ellefu og þá er það búið klukkan tólf og þá er kominn tími til að skjóta upp. Mér finnst bara miklu hátíðlegra að flugeldasýning byrji þegar nýja árið er komið en hvað um það..... kannski óþarfa vangaveltur hjá mér. Eftir sprengjurnar og lætin fórum við svo bara heim og fengum Jónas Loga og Ester hans og Hjördísi sys í smá heimsókn, þau fóru svo á ball og við gömlu fórum að sofa. Allir sáttir.
Nýtt ár er hafið og skv. stjörnuspánni minni þá á það að líta svona út;
- "hafðu hemil á útlátunum, bæði á peninga- og tilfinningasviðinu, svo eitthvað sem ekki á eftir að endast rýi þig ekki inn að skinni. Satúrnus er í ljóni, sem þýðir að viðhorf til peninga og eyðslu mun breytast, aðhald og niðurskurður eru lykilorðin" (þar fór eldhúsinnréttingin sem ég var að óska mér og eitthvað fækkar ferðum mínum í Smáralindina...þetta passar kannski fínt þar sem Brynjar er að byrja í skóla og eitthvað þarf að spara vegna þess).
- "Krabbinn upplifir líklega fagnaðarefni á sviði heimilis og fjölskyldu. Von er á fjölgun, annaðhvort vegna fæðingar eða þá að einhver snýr aftur" (obbobbobbbb)
- "Von er á leiðarlokum eða nýrri byrjun í vinnuferli, eða nýjum starfsvettvangi". (jahérna hér.... spennandi....)
- "Heilsan verður viðfangsefni einhverra krabba og heilsufar gæti haft áhrif á vinnu. Kannski tileinkar krabbinn sér nýjan hugsunarhátt á því sviði og breytir alfarið um lifnaðarhætti. Taktu heilsuna föstum tökum". (Ekki er þetta nú gott.... fuglaflensan..... en án gríns.. ég er nýbyrjuð að taka Lýsi, hreyfi mig reglulega, borða hollan mat ..... en ...... borða helst til of mikið nammi og gos..... held ég fari aðeins að hugsa um það fyrst, að minnka sykurinn).
Þrettándinn er næstur, hlakka mikið til enda frábær skemmtun, sérstaklega fyrir krakkana. Svo er bara að taka niður jólaskrautið á laugardaginn....jiii hvað verður tómlegt.
Setti inn nokkrar myndir frá jólum og áramótum.