þriðjudagur, janúar 03, 2006

 

2006

Þá er komið nýtt ár. Áramótin voru bara mjög fín. Hittum gamla vinahópinn minn á föstudagskvöldið og spiluðum Party og co sem er bara snilldarspil (og ég er nú ekki mikil spilakelling). Frábært að ná að hittast svona öll og það er nú afar sjaldan að það tekst. Spurning að gera þetta að hefð - spilakvöld daginn fyrir gamlárs.
Á gamlárs fórum við svo til mömmu og pabba í kalkún.... úff hvað hann var hrikalega góður. Svo var sest niður fyrir framan sjónvarpið og horft á Stelpurnar sem ég var alveg að missa mig yfir og ekki tók síðra við. Skaupið var frábært í einu orði sagt og langt síðan ég hef hlegið svona mikið yfir Skaupinu. Þegar Skaupinu lauk um kort yfir ellefu þá voru Vestmannaeyingar bara byrjaðir að skjóta upp og ég röfla alltaf yfir þessu á hverju ári...... afhverju er Skaupið ekki látið byrja klukkan ellefu og þá er það búið klukkan tólf og þá er kominn tími til að skjóta upp. Mér finnst bara miklu hátíðlegra að flugeldasýning byrji þegar nýja árið er komið en hvað um það..... kannski óþarfa vangaveltur hjá mér. Eftir sprengjurnar og lætin fórum við svo bara heim og fengum Jónas Loga og Ester hans og Hjördísi sys í smá heimsókn, þau fóru svo á ball og við gömlu fórum að sofa. Allir sáttir.
Nýtt ár er hafið og skv. stjörnuspánni minni þá á það að líta svona út;

Þrettándinn er næstur, hlakka mikið til enda frábær skemmtun, sérstaklega fyrir krakkana. Svo er bara að taka niður jólaskrautið á laugardaginn....jiii hvað verður tómlegt.

Setti inn nokkrar myndir frá jólum og áramótum.


|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<