fimmtudagur, janúar 12, 2006

 

Dagbók barnsins

Ég hef frá því að dóttir mín var tveggja mánaða gömul skrifað í vefdagbókina hennar á heimasíðu hennar á barnalandinu. Í gær tók ég mig til og prentaði út alla vefdagbókina frá mars 2002 til dagsins í dag og þetta er nú meiri fjársjóðurinn sem ég á. Allar helstu upplýsingar um barnið mitt frá því það var að taka tennur, frá því það sat í fyrsta sinn, fyrstu skrefin, frá veikindum, ferðalögum, fyrsta leikskóladaginn, jólum, afmælum, vinum fyrstu orðunum, gullkorn, sniðugum atvikum og hinum ýmsustu þroskamerkjum. Þetta eru um 70 blaðsíður af fyrstu árum dóttur minnar. Ég ætla að halda áfram að skrifa um hana eins og áður frá hennar sjónarhóli. Það verður æðislegt að gefa henni þetta innbundið í bók/bækur þegar hún verður orðin fullorðin.
Vildi bara benda ykkur á sem eru með síður fyrir börnin ykkar að endilega halda áfram að skrifa .... þetta er svo dýrmætt og þessi litlu atriði sem eru samt svo stór eiga það til að gleymast.
Ég er í skýjunum yfir að ég eigi þessar minningar á vísum stað.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<