föstudagur, janúar 27, 2006
Á föstudegi
Það er ekki hægt að segja að ég sé virkur bloggari þessa dagana enda frá litlu að segja þannig lagað. Búið að vera brjálað að gera í vinnunni og vikan hefur flogið áfram - mér finnst bara alltaf vera föstudagur sem er gott því það er minn uppáhaldsdagur. Fór í saumó í gær til Ásu Ingibergs og það var ferlega gaman, alltaf gott að rífa sig uppúr sófanum og sjónvarpinu á kvöldin og hitta fólk (tók bara upp Nip Tuck). Í kvöld ætla ég svo að bjóða "litlu" systrum mínum í mat, pizzu. Fæ samt sem áður alltaf kvíðakast þegar ég ætla að elda pizzu því stundum virkar #"%"&/!& ofninn ekki og pizzan er stundum rúman klukkutíma í ofninum og samt ekki nóg bökuð og mín orðin ansi pirruð. Mig langar í nýjan ofn og nýja eldhúsinnréttingu fyrir afganginn.. en það er annað mál.
Íslensk tunga er að hverfa og enskan að taka við. Þetta heyrir maður í fréttunum og það bara kemur mér alls ekki á óvart. Sumar íslenskar bloggsíður sem maður er að lesa eru nánast á ensku og ég er ekki alveg að fatta afhverju fólk notar enskuna svona mikið. Mér finnst það ekki töff ef það á að vera töff en ég er kannski bara orðin gömul og hallærisleg að skrifa á íslensku "whatever".
Íslensk tunga er að hverfa og enskan að taka við. Þetta heyrir maður í fréttunum og það bara kemur mér alls ekki á óvart. Sumar íslenskar bloggsíður sem maður er að lesa eru nánast á ensku og ég er ekki alveg að fatta afhverju fólk notar enskuna svona mikið. Mér finnst það ekki töff ef það á að vera töff en ég er kannski bara orðin gömul og hallærisleg að skrifa á íslensku "whatever".