föstudagur, janúar 06, 2006

 

Göng og aftur göng....

Eitthvað finnst mér að þessi blessaða endalausa umræða um göng og rembingur um að það sé hægt að gera göng fyrir minni pening en áætlað er megi fara að missa sig....Eyjamenn eiga að hugsa um nýjan Herjólf sem er hraðskreiðari og færi á milli kannski á tveimur tímum. Það er kannski ekki að marka mig þar sem mér líður alltaf vel í Herjólfi en þetta er allavega mín skoðun og ég held að það sé betra fyrir Eyjarnar. Segi fyrir mitt leyti að ef það væru göng hér á milli þá færi ég mun oftar til Reykjavíkur í verslunarferðir, bíó og ýmislegt sem kæmi strax niður á verslun hér. Ég væri sko alveg vís með að skreppa að morgni laugardags, versla eins og brjálæðingur og koma aftur um kvöldið og það myndi ég áreiðanlega gera einu sinni í mánuði . Hvað um það mér finnst allavega að við ættum að fara að einbeita okkur að einhverju sem er raunhæfur kostur innan fárra ára... ekki 10-20 ára process.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<