sunnudagur, janúar 22, 2006

 

Hellahrollur og hollusta

Verð að mæla með myndinni sem ég sá í dag.. já í dag því ég þorði ekki að horfa á hana í gærkvöldi og það er kannski eins gott að ég horfði á hana í dagsbirtu því hún var svakaleg. Þetta er hrollvekja af bestu gerð sem gerist að nær öllu leyti í helli og það eitt var nóg fyrir mig því ég set ekki litlutá inn í neinn helli aðallega þó vegna köngulóa og svoleiðis. Myndin heitir The Descent og er ferlega góð í alla staði.

Núna er bara beðið eftir lokaþætti 4400 og fyrsta þætti Rome, endursýningu á Threshold, 24 eftir viku og LOST eftir 8 daga - allt að gerast hjá sjónvarpssjúklingnum mér. Couch Potato

Svo ég tali svo um heilsusamlegri Body Builderhluti þá er ég alvarlega að hugsa um að kaupa mér safapressu.... á einhver svoleiðis og er þetta sniðugt ? Keypti mér nefnilega bókina "Endalaus orka" sem hefur að geyma allskyns uppskriftir af hollustudrykkjum úr ávöxtum og grænmeti og þar sem ég er svo ofboðslega dugleg að nota blandarann minn í hádeginu eftir ræktina með þessa uppskrift: skyr.is, ein weetabix, þrír klakar, þrjú frosin jarðarber og undanrenna og til hátíðarbrigða einn bátur melóna.....þá væri gott að geta fengið sér stöku sinnum hressandi ávaxtadrykk seinnipartinn í staðinn fyrir kaffi og kex og/eða á morgnana með ab mjólkinni. Já ég er svo holl... fyrir utan nammiveisluna á kvöldin....abbabbabbbb tölum ekki um það .... en þetta er auðvitað góð byrjun og einhversstaðar þarf maður að byrja.
Jæja 4400 að byrja og best að fá sér piparbrjóstsykur.








|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<