mánudagur, janúar 09, 2006

 

Hitt og þetta, aðallega þetta....

Jólin búin. Hvað er meira hægt að segja...... jú þau koma aftur og um að gera að fara að hlakka bara til þess. Næsta mál á tilhlökkunarlistanum er fjögurra ára afmælisveislan hennar dóttur minnar um næstu helgi og svo eru það bara páskarnir með öllum sínum notalegu frídögum, þá verður skellt sér norður á Sigló á skíði ekki spurning.
Grár hversdagsleikinn skelltist á andlitið á mér í gær þegar allt jólaskrautið var komið í kassa. Mér fannst svo dimmt og tómlegt yfir öllu að ég var með kerti í öllum hornum og á öllum borðum. Stofan hjá mér var eins og lítil kapella í gær. Æ finnst bara ekkert gaman af þessu jóladóti þegar jólin eru búin þannig að það er eins gott að taka það bara niður.

Nóg til að hlakka til og gera á næstu dögum. Nip-Tuck er að byrja á Stöð 2, Australias Next Top Model á Skjá einum, ræktin, gott mataræði, pepsi max bara um helgar...og stundum á miðvikudögum, hjálpa Brynjari í skólanum... já hann er byrjaður í framhaldsskóla kallinn... (ég má því eiga von á að hann fái unglingaveikina fljótlega) og svo er bara að njóta síðustu vetrarmánaðanna í botn í litlu kapellunni sinni.
Eitt enn..... ég hélt að þessi fuglaflensa væri grafin og gleymd.... en nei... ég er að farast úr áhyggjum yfir þessu - ef þið heyrið ekki í mér í vor þegar farfuglarnir fara að koma þá er ég uppí geymslu með niðursuðudósunum mínum og búin að gleypa lykilinn.....oj hvað ég hata eitthvað svona sjúkdómavesen.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<