laugardagur, janúar 28, 2006

 

hmmm..

Ég er með æði fyrir hrísbitum (þessir í gulu kössunum) og stórum lakkrísklöttum (broskörlum).....get borðað yfir mig af þessu en hvað um það.
Þetta Eurovision dæmi; til hvers er verið að semja lög í þetta þegar þetta eru allt eins lög? Ætla Íslendingar ekki að læra að það þýðir ekkert að senda svona venjuleg lög þarna út, helst þarf að senda eitthvað fáránlegt lag svo það vekji nú í fyrst lagi einhverja athygli. Ég er ekki búin að heyra eitt gott lag þarna sem gæti vakið athygli í keppninni sjálfri - helst vildi ég bara senda eldgamlan, krúttlegan harmóníkuleikara sem myndi sitja á stól á sviðinu, spila á munnhörpu í leiðinni og flauta einhvern lagstúf - hann fengi allavega athygli og það er það sem er aðalmálið. Það verður að vera húmor í þessu.
Idol í gær. Líst frábærlega á þennan hóp. Það er akkúrat enginn þarna sem pirrar mig, hefur alltaf í þessum Idol keppnum verið einhver einn sem ég hef fengið grænar bólur yfir en ekki núna, finnst allir æði. Var samt ekki alveg sátt við úrslitin í gær, fannst Elfa standa sig verst en svona er þetta bara.
Tjáið ykkur !

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<