þriðjudagur, janúar 31, 2006

 

LOSTið og Kastið

Ég held ég hafi aldrei verið svona spennt að horfa á sjónvarpsþátt áður..... búin að koma mér vel fyrir uppí rúmi þegar LOST byrjaði og vá hvað hann var góður. Ég var límd yfir þessu og er viss um að ef síminn hefði hringt hefði ég ekki svarað í hann. Svo auðvitað þurfti þátturinn að enda þannig að núna bíður maður spenntur eftir mánudögum - sem er bara nokkuð gott.
Fyrsti þáttur af Prison Break í kvöld og ég að fara í saumó - stilli bara videóið á upptöku og horfi seinna, þessir þættir eru víst rosalegir.
En jæja... mætti halda að ég væri gift sjónvarpinu en svo er nú ekki.
Dóttirin tók eitt kastið í gær. Ég get svarið það ég sá bara Emily Rose í henni... þetta var allavega ekki litla saklausa stúlkan mín sem í gær reif kjaft við mig og lét mig elta sig um allt, neitaði að sitja á óþekktartröppunni, hermdi eftir skammaryrðum mínum og ég get svarið það ég átti bara bágt með mig þarna.... lítil 4ra ára skvetta rífandi kjaft - stundum þarf ég að fara afsíðis til að brosa að þessu, ekki má hún sjá til mín að þetta sé fyndið hvernig hún lætur. Ég endaði á að taka tölvuna hennar og setja hana uppí skáp - stelpan er í tölvustraffi næstu daga. Einhver sem kann gott ráð til að hemja svona skapstóra dömu !

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<