mánudagur, janúar 30, 2006
Á mánudegi
Helgin var eins og flís við rass. Rólegheit og notalegheit, akkúrat eins og ég vil hafa það. Systur mínar komu í pizzu og Idolpartý á föstudaginn og skemmtum við okkur frábærlega með fullt af snakki og sælgæti í skál, gerist ekki betra.
Sá stórkostlega DVD mynd á laugardagskvöldið, "The Cinderella Man". Mæli eindregið með að þið náið ykkur í hana sem fyrst. Sannsöguleg saga, leikurinn frábær og öll umgjörð í einu orði sagt stórkostleg.
Að lokum smá hugleiðing á mánudegi....hvernig væri ef helgarfríið væri þrír dagar.. ó hvað ég væri til í það... þá væri mánudagurinn sunnudagur og þriðjudagur mánudagur... held að það myndi virka vel - ég er nefnilega alltaf svo löt á mánudögum.
Vildi svo minna ykkur á Ríkissjónvarpið í kvöld klukkan 22:25, LOST takk fyrir.
Sá stórkostlega DVD mynd á laugardagskvöldið, "The Cinderella Man". Mæli eindregið með að þið náið ykkur í hana sem fyrst. Sannsöguleg saga, leikurinn frábær og öll umgjörð í einu orði sagt stórkostleg.
Að lokum smá hugleiðing á mánudegi....hvernig væri ef helgarfríið væri þrír dagar.. ó hvað ég væri til í það... þá væri mánudagurinn sunnudagur og þriðjudagur mánudagur... held að það myndi virka vel - ég er nefnilega alltaf svo löt á mánudögum.
Vildi svo minna ykkur á Ríkissjónvarpið í kvöld klukkan 22:25, LOST takk fyrir.