þriðjudagur, febrúar 07, 2006

 

Þegar stórt er spurt....

Afhverju á maður að taka inn 2-3 lýsispillur TVISVAR á dag skv. merkingum á Lýsisbauknum. Má ég ekki bara taka inn 4-6 í einu. Fær maður of stóran skammt ef maður tekur þetta inn í heilu lagi einu sinni á dag. Þarf ég virkilega að muna það núna tvisvar sinnum á dag að taka inn lýsið mitt. Mér fannst alveg nóg að muna þetta einu sinni á dag og þetta er bara vesen. En hvað um það... byrjaði á að kaupa mér venjulegt Þorskalýsi sem er annars alls ekki bragðgóður drykkur og ég var farin að kvíða fyrir að fá mér sopa þannig að ég kláraði flöskuna og skipti yfir í pillurnar (jii.. það má nú misskilja þessa setningu aðeins...hehehehehe) en Adam var ekki lengi í paradís.... í staðinn þarf ég að taka þetta inn tvisvar á dag, verð ég að fara að taka líka inn minnistöflur ?..... fatta ekki svona.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<