miðvikudagur, febrúar 22, 2006
Fuglaflensan hjá Opruh
Ég horfði því miður á Opruh í kvöld. Sef ekki næstu nætur. Bara ef maðurinn sem hún talaði við hefði getað gefið manni einhverja von... sagt að það skyldi duga að standa á haus klukkutíma á dag, drekka heilt glas af lýsi, kaupa almennilegar grímur og búninga til varnar flensunni en nei .... ekkert... engin ráð.... engin von.....helsti áhættuhópurinn er fólk á aldrinum 20-40 ára.... hey .... það er ég. Ég beið bara eftir að hann segði nafnið mitt þarna í þessum þætti. Er hægt að deyja úr áhyggjum ? Ég hefði betur átt að sleppa því að horfa á þetta.