miðvikudagur, febrúar 08, 2006
Fyrsta könguló ársins
Ég hélt ég hefði sjóast í skordýrafóbíum mínum eftir að ég eyddi mánuði í fyrra í Mexíkó og suðurhluta Bandaríkjanna og þar á meðal í Phoenix sem er m.a. þekkt fyrir að státa af flestum tegundum snáka í Bandaríkjunum. Ég hélt ég gæti hér með haldið á köngulóm og talað við þær eins og þær væru bestu vinir mínir, hélt ég gæti séð þær í friði því þær eru nokkuð minni hér á landi en úti og setið óhult úti í grasinu án þess að spá í að könguló gæti verið að skríða á mér. Aldeilis ekki sko.... var að kveikja ljósið inní svefnó í gær og sá könguló við kveikjarann... ég auðvitað rak upp skaðræðisóp mér brá svo enda febrúar og þessi skrímsli eiga auðvitað ekki að vera á vappi núna og helst aldrei bara en þarna var þetta ógeð sprell"alive" og í leiðslu náði ég í klósettpappír og kramdi hana og henti henni í klósettið og sturtaði tvisvar. Hata þetta og þetta er ein ástæðan fyrir að ég elska veturna - nefnilega engin skordýr eða allavega mun færri. Kannski maður flytji bara inn eðlu og leyfi henni að vappa um veggina heima ... hún drepur allavega köngulærnar en nei kannski ekki... fannst nú ansi óþægilegt að hafa eina svoleiðis inni í herbergi í Mex.... hrollur.