laugardagur, febrúar 18, 2006
Kjánaroðn
Já ég er að skemmta mér konunglega yfir þessari Eurovision spurningakeppni. Ég veit flestar spurningarnar og kann flest lögin eða allavega hluta úr flestum lögunum hvort sem þau eru á hebresku, frönsku, þýsku, norsku eða ítölsku. Gæjaleg. Ég væri sko meira en til í að sjá endursýningu á þessum gömlu söngvakeppnum þegar ég fylgdist með af einörðum áhuga og söng með í hárbursta og vá hvað ég horfði og hlustaði oft á sum lögin; Frei zu leben, Hubba Hulla, White and Black, Brandenburger Tor, Rock me baby og fleiri og fleiri...... Hjördís manstu..híhíhíhíhí ???