laugardagur, febrúar 25, 2006

 

Krullikrull

Eins og alþjóð veit þá sit ég þessa dagana yfir mig spennt yfir Vetrarólympíuleikunum í Tórínó. Ég elska þessar íþróttir, fæ hroll í hnén þegar ég sé skautadansarana taka þrefalda lúppa, lyftur og snúninga, mig langar að læra þetta og mig hefur alltaf langað til að skauta afturábak. Það er hinsvegar ein "íþrótt" þarna sem gefur mér svona kjánahroll, Krull eða Curling. Hvað er þetta eiginlega ? Síðan hvenær varð það íþrótt að sópa gólf ? Jahérna hér... mætti alveg sleppa þessu eða allavega sleppa því að sýna svona mikið frá því. Meiri vitleysan. Samúel Örn er líka algjör íþróttaorðabók. Endalaust hvað maðurinn er mikill fróðleiksbrunnur, hann veit gjörsamlega allt um allar íþróttir. Snillingur. Elska RÚV og Samúel.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<