mánudagur, febrúar 06, 2006

 

Mánudagsblús

Get nú ekki sagt að ég sé í miklu stuði núna. Það er ansi erfitt að vakna og koma sér af stað á mánudagsmorgni og dóttir mín grenjandi frá því hún opnar augun og enn grenjandi þegar hún er kvödd á leikskólanum. Hún er búin að láta svona núna í nokkrar vikur. Hún vill ekki fara á leikskólann og hef ég enga skýringu á því aðra en að hún vill frekar vera heima hjá sér og hún spyr endalaust um hvenær sé helgarfrí. Núna er ég eiginlega alveg orðin tóm í hausnum og veit ekkert hvað best er að gera. Er farin að kvíða fyrir að vekja hana á morgnana því það þýðir "ég vil ekki fara á leikskólann sinfóníuna" Ég held það þýði ekkert að skamma barnið og segja því að hætta að grenja, vandamálið er meira en það að hún hætti þessu bara allt í einu. Það er greinilega eitthvað að en hvað ? Hvernig er best að vinna úr svona málum ? Ég er margsinnis búin að spyrja hana hvort einhver sé að stríða henni eða einhver sé vondur við hana en nei nei ekkert svoleiðis í gangi, hún vill bara ekki fara á leikskólann. Öll ráð vel þegin.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<