fimmtudagur, febrúar 16, 2006

 

Nýtt en ekki betra

Mikið finnst mér þreytandi þegar vörutegundin manns sem maður er svo vanur að kaupa og finnst best er allt í einu ekki lengur til í búðinni og það sem meira er ... hún fæst ekki í neinni búð í Vestmannaeyjum - það er bara komið eitthvað allt annað merki í staðinn. Ég er til dæmis að tala um Casa Fiesta salsasósur, Casa fiesta jalapeno í krukku og Old el Paso fajitas krydd. Nú er bara búið að skipta út þessum eðalvörum og í staðinn kemur eitthvað merki sem heitir Wanted dótarí... ekki nándar nærri nógu sterkur jalapeno og salsasósan er með of miklu tómatsósubragði.... kryddið sem kemur svo í staðinn er ekki svipur hjá sjón. Bömmer.
Thumbs Down





|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<