föstudagur, febrúar 03, 2006

 

Tabú

Veit ekki hvort ég eigi að þora að skrifa um þetta af ótta við hefndaraðgerðir og mótmælaöldu í slæðulöndunum og ég verði réttdræp hjá þeim því hver veit nema Múhammedd Hassann Abbdúlla lesi bloggið mitt á hverjum degi og þá er ég í vondum málum en...... skrifa aðeins í kringum þetta.
Ég hef alltaf passað mig á að vera ekki með fordóma því jú fordómar spretta upp af fáfræði og ég vil ekki vera stimpluð fáfróð. Núna er ég hinsvegar algjörlega búin að missa þolinmæðina gagnvart þessum slæðulöndum þarna niðurfrá. Hvernig er það með þetta lið, vinnur það ekkert? Ég get ekki betur séð en að það eyði hálfum deginum í að finna eitthvað til að mótmæla og reiðast yfir og hinum helmingnum eyði þeir svo í mótmælagöngur, dráp, hótanir og fánabrennslur. Þó það sé ekki ritfrelsi í þessum löndum þá er ritfrelsi hjá okkur (eða heitir það málfrelsi eða hvað....). Hvað eru þeir að skipta sér af hvað við setjum í blöðin okkar? ... og það er meira að segja búið að biðjast fyrirgefningar á því en nei nei... þeir hlusta ekki á það.. einhver þarf að deyja núna. Ég hef það á tilfinningunni að þetta fólk ætli sér að yfirtaka heiminn með frekju sinni, illsku og hótunum - endar þetta ekki á því að allir verða skíthræddir við hótanir slæðanna og gera það sem þeir segja ? Vonandi ekki og vonandi er þetta aðeins lítill hópur sem lætur svona og ég er að reyna að telja mér trú um það. Mér finnst bara svo asskoti margir taka þátt í þessum mótmælum þarna.

...plús... í dag eru akkúrat fimm ár síðan skvísan útskrifaðist sem landfræðingur frá Háskóla Íslands... jeminn hvað þetta er fljótt að líða.. held ég gleymi nú ekki glatt útskriftardagsetningunni 03.02.01.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<