sunnudagur, febrúar 05, 2006
Til hamingju Silvía Nótt !
Þá er maður búinn að fá að heyra öll lögin sem komust í Eurovision forkeppnina hérna heima og þvílíkt og annað eins rusl. Hvernig dettur íslenskum lagahöfundum að semja svona lög fyrir Eurovision. Þetta eru svona "draugalög", þau eru á staðnum en samt ekki, maður heyrir hvorki í þeim né man eftir þeim því þau eru svo litlaus. Silvía Nótt bjargaði því sem bjargað var og kom með stórskemmtilegt lag og frábæra sviðsframkomu. Flott lag, flottur söngur og stórkostleg sviðsframkoma. Ég ætla rétt að vona að hún komist alla leið og ég eiginlega leyfi mér ekki að efast um það því annars er "eitthvað að þjóðinni". Hélt ég yrði ekki eldri þegar "Geirmundarlagið" var flutt... oj hvað þetta var hræðilega hallærislegt og eins Wig Wam stælingin... ég bara spyr aftur, hvernig dettur fólki þetta í hug ? Þarna voru að vísu tvö góð lög; lagið með Guðrúnu Árnýju og svo með Dísellu en þetta eru ekki lög til að senda í Eurovision.
Sá fína mynd í gær "Racing Stripes". Fjallar um sebrahest sem dreymir um að verða veðhlaupahestur. Þarna tala dýrin sín á milli og ég hef reyndar aldrei getað horft á svoleiðis myndir nema þessa.. ansi skemmtileg og fínasta afþreying. Flugurnar fóru á kostum, mikið hlegið af þessari mynd.´
Sá fína mynd í gær "Racing Stripes". Fjallar um sebrahest sem dreymir um að verða veðhlaupahestur. Þarna tala dýrin sín á milli og ég hef reyndar aldrei getað horft á svoleiðis myndir nema þessa.. ansi skemmtileg og fínasta afþreying. Flugurnar fóru á kostum, mikið hlegið af þessari mynd.´