mánudagur, mars 06, 2006

 

...and the Oscar goes to....

Óskarinn í nótt og ég horfði ekki á í þetta sinnið. Yfirleitt hef ég fylgst með þessu frá A-Ö. Farið snemma að sofa á sunnudagskvöldi og látið klukkuna vekja mig 01:30. Elska þessa hátíð og ég á mér stóran draum að fá að upplifa þetta. Fá að ganga rauða dregilinn sem gestur og fá sæti á fremsta bekk við hliðina á mínum uppáhaldsleikara, Kevin Spacey.. held ég hafi meira að segja dreymt þetta svona einhvern tímann. Ég fæ fiðring í magann þegar kynnarnir lesa upp tilnefningarnar og koma svo með þessa frægu setningu "and the Oscar goes to". Ég var nokkuð bjartsýn á þetta í morgun. Fyrsta sem ég hugsaði um þegar ég vaknaði var... hvaða mynd ætli hafi unnið þetta, fékk George Clooney verðlaun, landaði Michelle Williams styttu fyrir Brokeback Mountain og hvaða mynd fékk flestu verðlaun. Ég ætlaði sko ekki að vita neitt, ég ætlaði ekki að fara inn á mbl.is, ætlaði að forðast að tala við fólk í dag... nei kannski ekki alveg, ég ætlaði að biðja fólk um að segja ekkert um óskarinn, ég ætlaði ekki að horfa á fréttirnar í kvöld... ég ætlaði sko að horfa á upprifjunina og vita ekki hver vann. Hvað var það fyrsta sem ég gerði í morgun.. jú kveikti á sjónvarpinu alveg óvart og þar var verið að fjalla um óskarinn... ég gat ekki slitið mig frá því og núna veit ég allt um þetta. Ætla samt að horfa á upprifjunina í kvöld og mig hlakkar sko til. Þetta var líka svolítið spes núna því við fórum og skoðuðum Kodak Theatre þegar við fórum í Hollywood síðasta sumar.... það lét nú ekki mikið yfir sér þá en ég hef allavega labbað á sama dregli og stjörnurnar.
Ég byrjaði reyndar að horfa á upphitunina í gær sem Ívar Guðmunds stjórnaði. Rosalega finnst mér sá maður skrýtinn, það er eins og hann sé með lokuð augun og sofandi... ferlega skrýtið. Ég hætti nú fljótlega að horfa á þetta. Manneskjan sem var þarna sem "fatasérfræðingur" var þvílíkt að pirra mig. Hún var bara ekki talandi... endalaust hik og "uuuu" og "þanna"... hún var alveg hræðileg bara í einu orði sagt. Held ég kvarti bara við stöð 2 um að þessi manneskja verði ekki í þessu hlutverki aftur.
Eitt enn. George Clooney var í smókingnum sínum 10. árið í röð. Kynnunum fannst það bara flott. Hvað ef Susan Sarandon kæmi í sama kjólnum 10.árið í röð ? - held það yrði eitthvað pískrað og hneykslast á því.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<