miðvikudagur, mars 29, 2006

 

Hinn helmingurinn

Alltaf gaman að velta sér uppúr ósjálfráðum kækjum hjá öðru fólki og sérstaklega maka manns sem pirra mann óhóflega mikið. Þetta eru oft sárasaklausir kækir sem viðkomandi fattar oft ekki sjálfur að hann gerir. Þegar ég kynntist honum Brynjari þá kom strax í ljós stór galli við hann sem ég hef aldrei sætt mig við. Þetta pirrar mig svo að ég hef stundum næstum því náð að drepa hann með augunum. Það var nú ekki til að bæta það þegar ég sá að bæði pabbi hans og bræður hans gera þetta líka. Málið er að þegar ég er að undirbúa matinn og elda og búin að skera niður grænmeti í salat, sveppi og þessháttar þá oftar en ekki er hann að sniglast í kringum mig og "stelandi" bitum og kjammsandi á þeim á meðan ég er að elda. Þetta getur gert mig alveg brjálaða og ég hélt ég yrði ekki eldri í eitt skiptið þegar pabbi hans var í heimsókn hjá okkur og jú... saman voru þeir að sniglast í kringum mig og étandi uppúr skálunum á meðan ég var að elda. Skil ekki hvernig mamma hans meikaði þetta með þá fjóra í kringum sig.... ætli hún hafi þurft að fela niðurskorna grænmetið inní skápum á meðan hún var að undirbúa matinn.
Hvað segið þið annars um hinn helminginn ykkar ???

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<