mánudagur, mars 27, 2006

 

máli máli máli

Núna finn ég sterka málningarlykt... einhver er að mála í nágrenninu og mér finnst málningarlykt óheyrilega vond og pirrandi. Það minnir mig á auglýsingarnar frá manekkihvaðheitirmálningarfyrirtæki um lyktarlausu málninguna... fyrst það er búið að finna upp eina lyktarlausa málningu má þá ekki setja það sem staðalbúnað í allar hinar málningarnar. Núna er t.d. á döfinni heima hjá mér að mála baðherbergisflísarnar alveg hvítar. Ég er þegar farin að kvíða fyrir málningarlyktinni sem verður yfir heimilinu næstu daga á meðan á framkvæmdinni stendur.... úfff hún er svo vond. Annað, í þessari annars ágætu málningarauglýsingu er talað um að málningin ýrist ekki. Hvað er að ýrast???? Hef í hvert einasta sinn sem málarinn nefnir þetta orð pirrað mig á því hvað í veröldinni þetta þýðir og mér finnst hálfvitalegt að koma með í auglýsingum fyrir hinn almenna borgara eitthvað fagmál málarameistara sem enginn skilur... eða allavega ekki ég.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<