þriðjudagur, mars 21, 2006

 

Nöfn Íslendinga

Ég hef verið að velta fyrir mér hlutverki mannanafnanefndar. Mín skoðun er sú að mannanafnanefnd sé ekki samkvæm sjálfri sér. Mér finnst allt í lagi að það séu sett lög sem banna sérútlensk nöfn og reglan um að nafnið eigi að taka íslenskum beygingarreglum er góð og gild. Hvað þá þegar mannanafnanefnd leyfir nafn eins og Ljótur en bannar nafn eins og Satanía. Tek það fram að ég get ekki ímyndað mér að fólk geti og detti í hug að skíra barnið sitt þessum nöfnum en það er til svoleiðis fólk. Það sem ég er að reyna að segja er að ég sé ekki muninn á þessum tveimur nöfnum. Mér finnst þau bæði jafn hræðilega ljót og merkingin á bakvið þau enn verri. Samt sem áður er annað nafnið leyft en hitt ekki. Satanía er íslenskt og tekur íslenskum beygingarreglum (sbr. Símonía) og þá get ég ekki séð afhverju nafnið fær ekki grænt ljós.
Ég tel að foreldrar eigi að hafa frjálsari hendur með að nefna börnin sín svo fremi sem nöfnin séu íslensk. Hvað með Mörður og Illugi ? Þá finnst mér nú Satanía fallegra.
Annað.... nöfn sem hafa tvennskonar rithátt.... afhverju ? Ég hef það á tilfinningunni að þessi nöfn eigi það til að flækja málin fyrir viðkomandi.... að hann þurfi alltaf að segja "Ég heiti Ingvi með venjulegu I-i" sbr. Ingvi/Yngvi... og fleiri nöfn eins og Telma/Thelma, Ester/Esther, Steinar/Steinarr, Ýr/Ýrr og svo mætti lengi telja.
Tek það fram að ég er alls ekki að "tala illa" um þessi nöfn. Þetta eru góð og gild íslensk nöfn en það er óþarfi að hafa tvennskonar rithátt á nöfnum sem annars hljóma algjörlega eins. Hef lent í því að vera að skrifa jólakort og afmæliskort og ekki verið viss um hvort það sé h í nafninu eða hvort það sé venjulegt I eða Y-i.
Hvað finnst ykkur annars ?

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<