mánudagur, mars 13, 2006

 

að vera utan við sig

Já stundum er maður meira utan við sig en aðra daga. Ég tók upp á því um daginn að gleyma bílnum fyrir utan vinnuna eitt hádegið. Ekki spyrja mig hvað ég var að hugsa... held það hafi ekki verið mikið en á leiðinni heim í þessu hádegi þar sem ég spígsporaði eins og prinsessa var ég mikið að velta fyrir mér og skipuleggja hvernig ég ætlaði að taka bílinn svo eftir vinnu því Brynjar þurfti hann í hádeginu.... aumingjans Brynjar þurfti því að labba það sem hann átti að fara og bíllinn beið eftir mér niður í vinnu þegar ég þurfti svo að nota hann....... híhíhí.... honum fannst þetta ekki fyndið þegar ég tjáði honum þetta og ég gat varla sagt honum þetta ég hló svo mikið. Málið er bara að ég er orðin svo vön að labba að ég er ekkert að pæla í bílnum... stundum þarf ég að hugsa mikið til að muna hvort ég kom á bílnum eða ekki.
Var líka ekkert par ánægð með síðasta Idol þátt. Þessi Big-band lög voru ekki að gera sig fyrir mig og ég var svo hneyksluð á því hvað þau voru öll lík... mér fannst þessi lög bara hræðilega mikið eins. Sagði Brynjari frá þessu og hmmmmmm ... þetta var víst stefið þegar söngvararnir voru að labba inn sem ég hélt að væri bara byrjunin á öllum lögunum... roðn.... en þessi lög voru samt öll eins og hananú.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<