sunnudagur, apríl 30, 2006
Bókaormurinn
Ég er með agalega spennandi bækur á náttborðinu mínu núna. Kláraði Mýrina um daginn og var ekki að fíla hana þannig að ég held ég láti bækurnar hans Arnalds eiga sig því mér skilst að Mýrin sé hans besta bók og hinar bækurnar séu í sama stíl.... ekki minn tebolli. Núna er ég hinsvegar að klára Korkusögu e. Vilborgu Davíðsdóttur og hún er alveg að gera sig fyrir mig... fínasta bók. Næstar á dagskrá eru Blekkingaleikur e. Dan Brown, Ekkert mál (Njörður P. Njarðvík) og Dexter.