fimmtudagur, apríl 06, 2006
Elsku nýji ofninn minn
Vúúúú... nú er kellingin montin. Nýji Gorenje bakarofninn kominn í hús og ég held bara að þetta sé flottasti ofn sem ég hef séð....hahahahahahaha. Nú verður sko bakað og bakað og eldað og eldað og grillað og núna get ég gert pizzu án þess að fara í geðillskukast yfir að hún sé hrá eftir klukkutíma.
Eitt samt sem ég var ekki alveg að fíla. Með þessum stórglæsilega ofni fylgdu bæklingar og mín ætlaði nú aldeilis að fara að lesa sér til um möguleikana. Einn bæklingurinn var um tímastillingarkerfið og hann var á ensku.... + einhver fleiri tungumál. Sátt við það. Hinn bæklingurinn um almennu notkunarmöguleikana var ekki á ensku.... heldur á dönsku, sænsku, finnsku, norsku og ég veit ekki hvað og hvað en engin enska. Mín ekki sátt. Skil ekki afhverju og skil heldur ekki mikið í dönsku en ég náði þó að klóra mig út úr þessu. Afhverju eru svona tæknibæklingar ekki á ensku ? Sérdeilis furðulegt alveg hreint.
Eitt samt sem ég var ekki alveg að fíla. Með þessum stórglæsilega ofni fylgdu bæklingar og mín ætlaði nú aldeilis að fara að lesa sér til um möguleikana. Einn bæklingurinn var um tímastillingarkerfið og hann var á ensku.... + einhver fleiri tungumál. Sátt við það. Hinn bæklingurinn um almennu notkunarmöguleikana var ekki á ensku.... heldur á dönsku, sænsku, finnsku, norsku og ég veit ekki hvað og hvað en engin enska. Mín ekki sátt. Skil ekki afhverju og skil heldur ekki mikið í dönsku en ég náði þó að klóra mig út úr þessu. Afhverju eru svona tæknibæklingar ekki á ensku ? Sérdeilis furðulegt alveg hreint.