mánudagur, apríl 03, 2006

 

HELGIN með stórum stöfum

Ég ætla aldrei aftur að borða kökur.

.............hmmmm veit nú ekki hvort ég stend við það en helgin einkenndist af svo miklu áti og veisluhöldum að þessi setning hljómaði í hausnum á mér eftir þriðju veisluna í gær, ég er ennþá södd. Já kellingin fór í þrjár fermingarveislur og geri aðrir betur. Laugardagurinn var algjörlega pakkaður og byrjaði á því að litla dósin vaknaði klukkan 07:11 (hún vaknar alltaf mun fyrr um helgar en virka daga við mikla gleði hjá foreldrunum eða.....).
Erna systir fermdist klukkan ellefu og svo var mamma með kaffi fyrir okkur familíuna á eftir. Heil herdeild hefði getað kíkt við í kaffi þetta var svo flott og mikið hjá henni mömmu enda snillingur í bakstrinum. Erna var auðvitað alveg stórglæsileg og maður var bara ansi stoltur af litlu sys..... vonandi stækkar hún ekki mikið meir þá er ég í vondum málum.
Því næst fórum við í veislu hjá frænda Brynjars og hittum allt liðið hans, ferlega gaman enda eðalfólk. Næst var kvöldmatur hjá mömmu og pabba og frábær videósýning af Ernu síðan hún var 3 ára. Mikið hlegið af því. Eftir matinn var kíkt á frændfólk Brynjars sem hittist heima hjá Siggu Láru og Sigga Smára og þar var spjallað í góðum hóp til miðnættis, mjög fínt og gaman. Stelpan var hinsvegar orðin alveg rugluð af þreytu og um leið og hún lagðist á koddann sinn og þumalinn uppí munn þá var hún komin í draumalandið.
Sunnudagurinn byrjað svo klukkan 7:22 við litlu dósina, meiri morgunhaninn.... ég náði þó að plata hana aftur í svefn og græddi klukkutíma í viðbót. Þriðja fermingarveislan var við hornið og það er ein sú glæsilegasta sem ég hef farið í. Stórglæsilegt matarhlaðborð, kaffi og kökur á eftir. Bingó, myndasýning og videósýning. Algjört æði og ekki skemmdi fyrir að Linda Björk nældi sér í páskaegg í bingóinu.
Svo hlakka ég bara til að hafa það gott fyrir framan sjónvarpið í kvöld.. ég er alveg að vandræðast yfir hvernig ég á að skipuleggja upptökur ......hehehehehe... alveg brjál að gera og nóg um að vera í imbanum á mánudögum.

Það var gaman að sjá hvað margir sáu sér fært að taka þátt í prófinu mínu. Sumir komu mér virkilega á óvart á meðan aðrir "kúkuðu" á sig eins og ein ónefnd orðaði það. Finnst ykkur ég annars frekjudós.... varð fyrir smá vonbrigðum hvað voru margir sem nefndu þann galla....hahahahaha.... þið eruð flottust !!!!
Ætla að skella mér í tvöfalda rækt eftir vinnu.. veitir ekki af því allavega eftir svona helgi.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<