fimmtudagur, apríl 27, 2006
Höfn
Framundan eru fundahöld hjá kellingunni á Höfn í Hornafirði þar sem hittast fulltrúar frá flestum Sparisjóðum á landinu. Ég er sem sagt að fara í dag og kem aftur á laugardaginn. Ég er ekkert alveg að hlakka til enda er ég afar fastheldin manneskja eins og flestir vita.... og allt svona setur mig svolítið úr jafnvægi. Ég hlakka því mikið til á laugardaginn þegar ég kem aftur heim í heiðardalinn. Ætla þó að gera smá gaman líka úr þessu og er búin að dobla Hjördísi sys í bíó á föstudagskvöldið þar sem ég kem svo seint frá Höfn með flugi að ég næ ekki Herjólfi heim. Líklega verður kíkt á nýjustu hryllingsmynd bæjarins ef ég þekki okkur systur rétt og í hléinu hóta ég svo að fara fram því ég verð orðin svo hrædd.......gungan ég.