mánudagur, apríl 10, 2006

 

Sundferðin mikla og fleira bitastætt

Ég er ennþá í móral hvað ég lét klippa hárið á mér stutt.... var að skoða myndir af mér með lubbann og fannst það bara mikið flottara en núna en þetta síkkar... og ég verð bara að vera voða voða þolinmóð.
Fínasta helgi að baki. Rólegheit og solleiðis. Fór að vísu í sund í gær með litlu skvísunni og jú það er eitthvað sem ég geri afar afar sjaldan. Hef aldrei fílað að vera í sundi og var m.a. kölluð "sunddrottningin" af sundkennurunum þegar ég var í skólasundi og átti það víst að vera eitthvað öfugmæli. Neitaði að stinga mér af pallinum eins og ég átti víst að gera en ég var þrjóskari en andskotinn og stóð eins og klettur á bakkanum og hoppaði þaðan útí... uppá pallinn ætlaði ég ekki. Man líka í einu prófinu þegar átti að synda flugsund þá gleymdi ég bara sundtökunum þegar ég fór af stað og endaði á að synda skriðsund alla leið.... hef reyndar aldrei skilið afhverju það er verið að kenna hinum almenna borgara flugsund, efast stórlega um að ég syndi flugsund ef Herjólfur myndi sökkva og efast líka stórlega um að ég myndi stinga mér eins og sunddrottning af stefni skipsins ofaní sjó. Það er annað mál... stelpan er hundrað sinnum duglegri en mamma sín í sundi og var eins og skopparabolti upp og niður stóra stökkbrettið... hún náði að plata mig þangað og ég fór upp þegar enginn var að horfa og læddist eins og mús og slammm hoppaði ofaní og hélt fyrir nefið og fékk hellu í eyrun í verðlaun.
Horfði auðvitað á Idolið á föstudaginn og var bara ansi ánægð með útkomuna. Snorri er bara heljarinnar sjarmatröll og átti alveg skilið að vinna að mínu mati. Hefði samt sem áður viljað sjá Ragnheiði Söru eða Bríet þarna... fannst Ragnheiður alltaf bera af hvað sönginn varðaði og svo var bara gaman að hlusta á og horfa á Bríet... hún er svona ekta Idol.
Næsta dag var það svo bara framhaldsskólasöngvakeppnin og fannst mér bara skandall að Arndís hefði ekki unnið þetta.... kom alveg af fjöllum þegar ég sá hver vann þetta því ekki hafði hún svo mikið sem fangað athygli mína. Húmbúkk.
Svo er það bara Sigló á miðvikudaginn og skíði og bjór og partý og skíði og heitt kakó og vöfflur og endalaust fjör....... held það verði pottþétt tekið eins og eitt djamm fyrir norðan. Var einmitt að skoða hvenær ég fékk mér í glas síðast og ég þori varla að segja það en það eru sex mánuðir síðan.... já ég er ekki að grínast, 6 mánuðir. Gamall er maður orðinn... þetta er bara þjóðhátíð og páskar orðið hjá manni... en það er bara gott, maður er þá ekki þunnur á meðan.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<