laugardagur, apríl 29, 2006
Veðurteppt
Ég var í flugvélinni sem hringsólaði yfir Heimaey í hádeginu í dag og reyndi tvisvar að lenda og sneri svo aftur við til Reykjavíkur.... mig langaði að fara að grenja ég var svo vonsvikin yfir að komast ekki heim og vonsvikin yfir að þessi flugferð varð allt í einu klukkutími í staðinn fyrir hálftími og það þýðir klukkutími af allskyns hugsunum um ... "afhverju hristist hún svona"... og "ekki hristast meira"... og "ég ætla að vona að flugmaðurinn reddi þessu"..... ó hvað mér leiðist að fljúga.
Núna bíð ég bara eftir Herjólfi og það er sko allt annað mál.... hefði átt að taka hann bara í hádeginu þá væri ég komin heim núna en það þýðir ekki að tala um það.
Eitt enn.... flugið var klukkan tólf, Herjólfur fór klukkan tólf. Afhverju ???? Auðvitað á flugið að vera klukkan níu svo maður geti haft Herjólf til vara þegar svona stendur á og tala nú ekki um afhverju flýta þeir ekki fluginu þegar þeir vita af bakkanum nálgast eyjuna ? ... annars er ég mikið að spá í að hætta að fljúga og fara bara alltaf með Herjólfi... langbest og öruggast og hann má sko alveg hristast fyrir mér. Hvað um það og hætt þessum pirringi.... ferðin á Höfn gekk vel og þetta var bara hin fínasta skemmtun. Ég skrapp líka í Kringluna með Hjördísi sys á milli fluga og keypt mér skó og þessa líka frábæru espressó kaffivél. Fór svo í bíó í gær á "The hills have eyes" og hún var algjörlega mögnuð; ógeðsleg en æðisleg og mæli ég með henni.
Núna bíð ég bara eftir Herjólfi og það er sko allt annað mál.... hefði átt að taka hann bara í hádeginu þá væri ég komin heim núna en það þýðir ekki að tala um það.
Eitt enn.... flugið var klukkan tólf, Herjólfur fór klukkan tólf. Afhverju ???? Auðvitað á flugið að vera klukkan níu svo maður geti haft Herjólf til vara þegar svona stendur á og tala nú ekki um afhverju flýta þeir ekki fluginu þegar þeir vita af bakkanum nálgast eyjuna ? ... annars er ég mikið að spá í að hætta að fljúga og fara bara alltaf með Herjólfi... langbest og öruggast og hann má sko alveg hristast fyrir mér. Hvað um það og hætt þessum pirringi.... ferðin á Höfn gekk vel og þetta var bara hin fínasta skemmtun. Ég skrapp líka í Kringluna með Hjördísi sys á milli fluga og keypt mér skó og þessa líka frábæru espressó kaffivél. Fór svo í bíó í gær á "The hills have eyes" og hún var algjörlega mögnuð; ógeðsleg en æðisleg og mæli ég með henni.