föstudagur, maí 19, 2006

 
Ef þið haldið að ég sé dýravinur þá hafið þið mikið mikið rangt fyrir ykkur. Dýr eiga að mínu áliti bara að vera í sveitinni ekki í þéttbýli.
Núna stend ég í miklum barningi við kött sem á heima í nágrenninu.... af einhverjum ástæðum pissar þessi /&(%/%#(%= köttur á útidyrahurðina hjá mér og hefur gert það í tvígang... ég veit ekki hvaða köttur þetta er en hef lúmskan grun... hef reyndar séð fleiri en einn kött álpast þarna á stéttinni hjá mér og sendi þeim hiklaust morðauga eða "FARÐU" með hræðilega grimmri röddu og bendingu. Grimmhildur heiti ég.
Þessi endurteknu kattarpiss og ágangur þessara dýra hjá mér eru að gera mig brjálaða. Mér var bent á að hella klór yfir stéttina, ég gerði það...... lyktin fór en ##&%"# kötturinn kom aftur. Í morgun sá ég kattarhland á hurðinni minn og í hádeginu fór ég út á stétt með fjögur hvítlauksrif og makaði stéttina og vá hvítlaukslyktin lagði um allt hverfið. Ég sagði meira að segja upphátt...."jæja hingað kemur ekki tígrisdýr í bráð"....... 10 mínútum seinna sé ég $&$%/"#! köttinn við hurðina.
Hvað á ég að gera ?

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<