fimmtudagur, maí 18, 2006
Ég er farin að snúast í hringi af allri þessari kosningaumræðu, blaðaskrifum, fundum, loforðum, lygum, klaufaskap, klúðrum ...blablabla. Ég veit ekkert hvað ég á að kjósa. Það kemur reyndar bara einn flokkur til greina en valið stendur á milli hvort ég eigi að kjósa hann eða skila bara auðu.
Mér er lífsins ómögulegt að skilja afhverju og hvernig í ósköpunum bæjarstjórn datt í hug að samþykkja byggingu knattspyrnu"skúrs" núna þegar bæjarfélagið berst í bökkum. Mér er að sama skapi ómögulegt að skilja afhverju Sjálfstæðimenn samþykkja þessa byggingu þrátt fyrir að vera á móti henni. Það er þetta atriði sem fær mig til að fá efasemdir um Déið.....en.....hann hefur yfir góðu fólki að ráða. Eins mikil íþróttamanneskja og ég er þá er ég nú alfarið á móti þessu húsi sem ætlar að vera enn eitt klúðrið í hnappagat bæjarstjórnarinnar. Þetta hús er ekki í löglegri stærð, þetta hús verður með dúkþaki og þetta hús verður aldrei hægt að stækka. Sorry mér finnst bara önnur verkefni vera ofar á forgangslistanum og á meðan á að bíða og reisa svo almennilegt knattspyrnuhús þegar við höfum efni á því.
Ekki kýs ég Vaffið þar sem fyrsti maður þar á lista fer endalaust í taugarnar á mér og mér finnst algjör hræsni að hann skuli "þykjast" vera að vinna fyrir okkur en býr svo ekki einu sinni hérna og ég get ekki betur séð en hann hafi bara allt annað að gera en að hugsa um okkur hérna á litlu eyjunni.... ekki er hann duglegur að koma okkar sjónarmiðum á framfæri allavega á þingi og/eða í fjölmiðlum. Man ekki eftir að hann hafi gert nokkuð skapaðan hlut fyrir okkur. Ég líka treysti ekki Vaffinu og það er bara ekki flóknara. Inn á milli eru nú áhugaverðir karakterar þarna eins og Aldís og Laugi en það vegur því miður ekki upp á móti efsta manninum.
Hinn listinn þarna.... brandari, nenni ekki að tala um hann.
Mig langar að kjósa fólk...ekki flokka.... á þessum þremur listum er hið ágætasta fólk ekki misskilja mig þó ég kvarti og kveini ....yfirhöfuð líkar mér vel við flesta þarna sem eru jú hugrakkir að taka þátt í þessum slag og fórna sér.
Ég hef rétt rúma viku til að láta auða atkvæðið og skásta listann slást um x-ið mitt. Úllendúllendoff.......
Mér er lífsins ómögulegt að skilja afhverju og hvernig í ósköpunum bæjarstjórn datt í hug að samþykkja byggingu knattspyrnu"skúrs" núna þegar bæjarfélagið berst í bökkum. Mér er að sama skapi ómögulegt að skilja afhverju Sjálfstæðimenn samþykkja þessa byggingu þrátt fyrir að vera á móti henni. Það er þetta atriði sem fær mig til að fá efasemdir um Déið.....en.....hann hefur yfir góðu fólki að ráða. Eins mikil íþróttamanneskja og ég er þá er ég nú alfarið á móti þessu húsi sem ætlar að vera enn eitt klúðrið í hnappagat bæjarstjórnarinnar. Þetta hús er ekki í löglegri stærð, þetta hús verður með dúkþaki og þetta hús verður aldrei hægt að stækka. Sorry mér finnst bara önnur verkefni vera ofar á forgangslistanum og á meðan á að bíða og reisa svo almennilegt knattspyrnuhús þegar við höfum efni á því.
Ekki kýs ég Vaffið þar sem fyrsti maður þar á lista fer endalaust í taugarnar á mér og mér finnst algjör hræsni að hann skuli "þykjast" vera að vinna fyrir okkur en býr svo ekki einu sinni hérna og ég get ekki betur séð en hann hafi bara allt annað að gera en að hugsa um okkur hérna á litlu eyjunni.... ekki er hann duglegur að koma okkar sjónarmiðum á framfæri allavega á þingi og/eða í fjölmiðlum. Man ekki eftir að hann hafi gert nokkuð skapaðan hlut fyrir okkur. Ég líka treysti ekki Vaffinu og það er bara ekki flóknara. Inn á milli eru nú áhugaverðir karakterar þarna eins og Aldís og Laugi en það vegur því miður ekki upp á móti efsta manninum.
Hinn listinn þarna.... brandari, nenni ekki að tala um hann.
Mig langar að kjósa fólk...ekki flokka.... á þessum þremur listum er hið ágætasta fólk ekki misskilja mig þó ég kvarti og kveini ....yfirhöfuð líkar mér vel við flesta þarna sem eru jú hugrakkir að taka þátt í þessum slag og fórna sér.
Ég hef rétt rúma viku til að láta auða atkvæðið og skásta listann slást um x-ið mitt. Úllendúllendoff.......