þriðjudagur, maí 16, 2006
Ég er svo lengi í gang á morgnana núna... tók eftir þessu í fyrra líka að þegar byrjaði að birta og daginn tók að lengja þá var ég bara erfiðari og erfiðari að vakna og koma mér á lappir. Núna er ég að finna fyrir þessu aftur, finnst ég bara eins og ósofin og þreytt þegar klukkan hringir og er að mæta aðeins of seint á hverjum morgni. Er þetta "langdegisþunglyndi" ? Var að spá hvort birtan á morgnana geri það að verkum að maður nái ekki eins dýpri svefn eða hvað... en þetta er samt tilfellið með mig.