miðvikudagur, maí 10, 2006
Ég horfði á Kastljós í gær þar sem farið var stuttlega yfir yfirvofandi kosningar hér í bæ. Æ ég varð bara pirruð á að horfa á þetta... þetta er alltaf sama helv.... tuggan í þessum pólitíkusum og svo gerist aldrei neitt. Þetta er orðið eins og "brennt barn forðast eldinn syndrome" hjá mér... ég bara þori ekki að kjósa neinn þar sem ég treysti engum, sumir þarna væru nú vísir með að selja ömmu sína sko. Það stakk mig líka að það er engin ákveðin fjölskyldustefna í gangi og þá meina ég .... t.d. lækkun leikskólagjalda sem mörg hinna sveitarfélaganna eru að beita sér fyrir og má nú lækka þau hér því ég held þau séu með þeim hæstu á landinu ef ekki bara þau hæstu. Sá flokkur sem minnist á göng ég kýs hann ekki. Sá flokkur lifir í einhverjum draumaheimi og ef hann svo mikið sem minnist á að göng séu á næstunni og hann ætli að beita sér fyrir því og blablabla þá fær hann ekki mitt atkvæði. Ég vil bara nýjan Herjólf... það er raunhæft ekki göng eða Bakkafjöruvitleysu. Ég er ekki búin að ákveða mig en eins og staðan er í dag verður seðillinn auður hjá mér.. ég ætla að vona að það breytist með almennilegum loforðum sem verður svo staðið við og þá meina ég staðið við.
Annars væri ég alveg til í að bæjarstjórnin keypti Árna Sigfússon til að verða bæjarstjóri hér, sá er að gera góða hluti í Keflavík.
Annars væri ég alveg til í að bæjarstjórnin keypti Árna Sigfússon til að verða bæjarstjóri hér, sá er að gera góða hluti í Keflavík.