mánudagur, maí 15, 2006

 
Já ís er sko ekki ís nema hann sé ískaldur. Eins mikil sælgætisgrís og ég er þá er ég mjög vandfýsin á ís. Ég þoli ekki "heita" ísa... sem bráðna strax og eru mjúkir og rjómalegir. Ég vil kaldan ís. Ísinn á að vera harður og þéttur í sér og helst með smá "vatnsbragði" og smá ískristöllum.....svoleiðis ís er að mínu viti bara hægt að fá í ísbúð í Vesturbæ Reykjavíkur.. man ekki hvað hún heitir en það er besti ís í heimi, svoleiðis ís var líka hægt að fá í Novu þegar hún var og hét hér í Eyjum. Mér finnst MS ís betri en Kjörís því MS er harðari og kaldari.
Í den fékk ég mér ís með hrýfu og dís (dýfu og hrís) eins og mamma snillingur bað um einu sinni en ég naut hans aldrei almennilega því ég flýtti mér svo að borða hann áður en allt lak til helvítis þar sem undir var yfirleitt "heitur" ís.
Í gær fékk ég með bragðaref í ónefndri ísbúð hér í bæ... yfirleitt þarf ég að setja ísinn í frysti þegar ég kem með hann heim áður en ég byrja að borða hann.... hér fást bara "heitir" ísar.
Jæja þetta voru smá íshugleiðingar í tilefni dagsins.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<