miðvikudagur, maí 24, 2006

 
Jæja komin tími á smá blogg. Skellti mér í borgina yfir helgina og var það fínt fyrir utan magapest og slappelsi... ekkert spes að vera veikur í Smáralind - afkastar ekki miklu þannig en samt náði ég að afkasta fullt sko.
Nú, ég fór í bíó á föstudagskvöldið klukkan 23:00 á Da Vinci Code. Fékk Hjördísi sys og Önnu Kristínu með mér og það var sko bara gaman hjá okkur. Myndin var að mínu mati mjög góð. Hún var að fá slæma dóma þannig að ég fór með því hugarfari í bíóið.... mæli með henni og auðvitað með því hugarfari að bókin er auðvitað mikið nákvæmari.
Svo var bara verslað og verslað og farið í útskriftarveislu á laugardagskvöldið. Dýrindis matur og fjör og svo gláptu þeir sem ekki voru að fá sér í glas á Eurovision þar með talið ég. Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið ánægð með úrslitin...mér leið bara illa að horfa á þessi skrímsli þetta er nú eitthvað djók bara. Stigagjöfin var líka djók og fer þetta núna alfarið eftir hvaða lönd eru nágrannar hvers. Held það þurfi að finna annað form á þetta. Annars hélt ég með danska laginu en ekki komst það langt áfram, ég náði ekki einu sinni að gefa því stig því ég kunni ekki að greiða atkvæði.... hvernig átti maður að senda sms.... Tók líka eftir einu sem er umhugsunarvert. Í tíu efstu sætunum voru 7 lög úr undankeppninni.... segir þetta ekki eitthvað?

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<