fimmtudagur, maí 11, 2006

 
Sáuð þið Fyrstu skrefin í gær.... keisarann ?
Ég fylgdist límd með þessu og leyfði auðvitað keisaraynjunni henni dóttur minni að sjá líka hvernig hún kom í heiminn. Þetta var algjör snilld og vá hvað ég hefði borgað mikið fyrir að eiga keisarann svona á myndbandi. Þarna rifjuðust upp fullt af minningum síðan ég stóð í þessum sporum fyrir fjórum árum og allt æðislegar minningar. Man þegar við mættum eldsnemma upp á Lansa tilbúin í keisarann. Man hvað ég var spennt en þetta var samt svo óraunverulegt að það væri verið að fara að ná í barnið mitt. Man þegar ég var deyfð og fann hvernig lappirnar á mér lömuðust. Man eftir einni hjúkkunni sem var með hækju og mér fannst ég vera stödd í Bráðavaktinni. Man hvað ég var hrikalega forvitin að sjá þegar ég yrði skorin og mig langaði svo að fylgjast með og var svo hneyksluð á Brynjari að hann skyldi ekki vilja kíkja yfir tjaldið. Man að ég náði aðeins að fylgjast með í gegnum speglaljósið sem var fyrir ofan mig og sá bara blóð og pínkulitlar táslur. Svo fékk ég hana í fangið og ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta. Yndislegt.
Mér fannst þetta góður þáttur og gott sem hjúkkan sagði að keisarinn væri alveg jafn ánægjulegur og venjuleg fæðing. Ég hef nefnilega fengið fáránleg comment yfir að hafa farið í keisara.... og "þú hefur sem sagt misst af öllu ferlinu commentið" gerði mig fokreiða.... mér finnst þetta fordómar. Ég hefði sko ekki viljað skipta á þessari reynslu og annarri enda var hún mér mjög ánægjuleg. Ég hugsaði líka þannig að á meðan barnið og ég er ekki í neinnu hættu þá er ég mjög sátt og keisarinn er bara frábær leið til að koma litlu sitjandi barni í heiminn.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<