mánudagur, maí 08, 2006

 

Sumarfrísþorsti

Úffff það eru 84 dagar þar til ég fer í sumarfrí....var að telja og mér blöskraði þessi dagafjöldi.. ég fer ekki í sumarfrí fyrr en í haust og núna vona ég að sumarið verði bara fljótt að líða svo ég komist í sumarfríið mitt sem fyrst. Mig er farið að þyrsta í sumarfrí og hvernig verð ég í lok júlí með tilliti til þess að í fyrra fór ég í sumarfríið mitt í apríl.... það er orðið ansi langt á milli þarna.

Eitt enn... í flestum kjarasamningum stendur og skráð að yngstu starfsmennirnir fá minnsta dagafjöldann í frí... á meðan þú græðir á því að eldast og færð þarafleiðandi meira frí. Hvaða VITLEYSA er þetta... ungt fólk með börn finnst mér mun frekar eiga að fá fleiri dagafjölda í frí heldur en eldra fólk með sjálfan sig eða allir eiga að fá sama dagafjölda í frí, ungir og eldri en eldri fá bara hærri laun.....eða hvað ??? Ég vil bara vera kennari.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<