miðvikudagur, maí 31, 2006
Úti er BAULANDI rigning (eins og dóttir mín segir) og þá fæ ég svona hálfgerða léttistilfinningu... án gríns, ég er eins og blómin, það þarf greinilega að vökva mig reglulega. Núna er t.d. búið að vera sól í nokkra daga og þá verð ég eiginlega viðþolslaus, fæ hausverk og þrái rigningu. Ég gæti allavega aldrei búið annarsstaðar en á Íslandi það held ég að sé nokkuð ljóst.
Í sambandi við veðrið annars þá fæ ég alltaf kjánahroll þegar sumarið er að byrja og fyrstu góðviðrisdagarnar fara að koma. Íslendingar tryllast gjörsamlega og það er ansi gaman að fylgjast með því. Það er nefnilega þannig að það er yfirleitt ekki talað um annað en hvað það sé yndislegt veður úti (ég tek nota bene ekki þátt í þeim samræðum því mér er nokk sama þó það sé yndislegt veður úti og hvað þá að ég nenni að spjalla um það). Flestir kvarta yfir því að geta ekki verið úti í yndislega veðrinu og vilja ekki koma inn því það sé svo heitt og æðislegt úti (hey.. það er líka heitt og notalegt inni og engin sól að skína í augun á manni segir innipúkinn). Margir taka þó annan pól í hæðina og kvarta yfir hvað það sé OF heitt og það væri gott að hafa smá gjólu, næsta dag er of mikil gjóla. Sumir kunna alltaf veðurspánna næstu fimm daga fram í tímann og þá fær maður að vita það að það verði sko blíða áfram. Það er alveg merkilegt að fylgjast með Íslendingum á sumrin því um leið og fyrstu sólargeislarnir fara að skína þá gjörsamlega tryllast þeir af æsingi við að koma sér út til þess að geta nýtt hverja einustu sólarsekúndu. Stundum líður mér eins og glæpamanni fyrir það eitt að vilja kannski frekar eyða deginum inni hjá mér en að fara út í góða veðrið, svitna, píra augun til hausverkjar og verða svo dösuð af sólsting. Jú ég er kannski innipúki en plís ekki láta mér líða eins og glæpon fyrir það.
Ég held að Ísland sé besta land í heimi. Hér má eiga von á öllum andskotanum og sama hvernig veðrið er er mér nokk sama.... finnst fjölbreytileikinn bara nauðsynlegur. Sólin er auðvitað velkomin eins og rigningin en ég er ekkert að hlaupa út á náttfötunum um leið og ég vakna bara svo ég missi ekki af fyrstu morgungeislum sólarinnar.
Ég held bara áfram að brosa í kampinn þegar ég hlusta á fólk tala um veðrið.... það er nefnilega svo ofboðslega skemmtilegt umræðuefni eða hvað .... NOT. Ég bið bara um gott veður á Þjóðhátíð og snjó á jólum annars er mér nokkuð sama.
Í sambandi við veðrið annars þá fæ ég alltaf kjánahroll þegar sumarið er að byrja og fyrstu góðviðrisdagarnar fara að koma. Íslendingar tryllast gjörsamlega og það er ansi gaman að fylgjast með því. Það er nefnilega þannig að það er yfirleitt ekki talað um annað en hvað það sé yndislegt veður úti (ég tek nota bene ekki þátt í þeim samræðum því mér er nokk sama þó það sé yndislegt veður úti og hvað þá að ég nenni að spjalla um það). Flestir kvarta yfir því að geta ekki verið úti í yndislega veðrinu og vilja ekki koma inn því það sé svo heitt og æðislegt úti (hey.. það er líka heitt og notalegt inni og engin sól að skína í augun á manni segir innipúkinn). Margir taka þó annan pól í hæðina og kvarta yfir hvað það sé OF heitt og það væri gott að hafa smá gjólu, næsta dag er of mikil gjóla. Sumir kunna alltaf veðurspánna næstu fimm daga fram í tímann og þá fær maður að vita það að það verði sko blíða áfram. Það er alveg merkilegt að fylgjast með Íslendingum á sumrin því um leið og fyrstu sólargeislarnir fara að skína þá gjörsamlega tryllast þeir af æsingi við að koma sér út til þess að geta nýtt hverja einustu sólarsekúndu. Stundum líður mér eins og glæpamanni fyrir það eitt að vilja kannski frekar eyða deginum inni hjá mér en að fara út í góða veðrið, svitna, píra augun til hausverkjar og verða svo dösuð af sólsting. Jú ég er kannski innipúki en plís ekki láta mér líða eins og glæpon fyrir það.
Ég held að Ísland sé besta land í heimi. Hér má eiga von á öllum andskotanum og sama hvernig veðrið er er mér nokk sama.... finnst fjölbreytileikinn bara nauðsynlegur. Sólin er auðvitað velkomin eins og rigningin en ég er ekkert að hlaupa út á náttfötunum um leið og ég vakna bara svo ég missi ekki af fyrstu morgungeislum sólarinnar.
Ég held bara áfram að brosa í kampinn þegar ég hlusta á fólk tala um veðrið.... það er nefnilega svo ofboðslega skemmtilegt umræðuefni eða hvað .... NOT. Ég bið bara um gott veður á Þjóðhátíð og snjó á jólum annars er mér nokkuð sama.