föstudagur, maí 19, 2006

 
Verð að tjá mig aðeins um Eurovision. Get nú ekki sagt að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum með úrslitin í gær... átti von á þessu. Ég varð hinsvegar fyrir miklum vonbrigðum með að Silvía skyldi ekki láta F-orðið flakka og láta þar með á það reyna hvort hún yrði rekin úr keppninni.... hún var þegar búin að gera allt brjálað og því ekki að klára þetta með stæl.
Ég hef alltaf haft mjög gaman af þessari keppni en mér finnst eftir að þessar Austan-þjóðir fóru að taka þátt að hlutirnir séu ansi breyttir. Þessi lönd eru búin að eyðileggja keppnina, þau kjósa bara hvert annað og það pirrar mig agalega... alveg eins og þessar norðurlandaþjóðir kjósa alltaf hvert annað.. hef aldrei skilið það og hef reyndar yfirhöfuð aldrei haldið sérstaklega með Norðurlandaþjóðunum bara því þær eru okkur næstar. Þessi keppni er líka farin að snúast um að öll atriðin eru með eitthvað spes í gangi... það fer að verða þannig að löndin sem eru með venjulega söngvara, venjulegt lag og venjuleg föt.... séu óvenjulegust.
Í gær fannst mér lagið frá Belgíu flottast.... en nei, komust ekki áfram. Mér finnst Finnarnir hræðilegir, lagið er ógeðslegt og búningarnir... ég fæ martraðir....afhverju eru þeir ekki reknir úr keppni... annað eins hefur verið bannað innan 16 ára ha ? Svíþjóð er alltaf eins.... alltaf sama helv...formúlulagið frá þeim og alltaf eru þeir áfram. Litháar ... komu á óvart og flott lag og góður húmor. Skil hinsvegar ekki afhverju eftirtalin lönd komust áfram í gær; Armenía, Bosnía, Rússland, Makedónía, Úkraína og Tyrkland.....hmmmmm jú ég fatta það.. þetta eru allt austanþjóðir.

Var annars að lesa inn á Eurovision síðunni......þar er verið að spjalla.... getur verið að Silvía hafi komist áfram en hafi þegjandi og hljóðalaust verið rekin úr keppni....... þetta er ein kjaftasagan í Eurovisonlandi.

Áfram Danmörk !!

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<