föstudagur, júní 09, 2006

 
Finnst ykkur ég vond að taka þá ákvörðun að hleypa dóttur minni ekki í hvert einasta afmæli sem hún er boðin í ?
Þessa ákvörðun tók ég þegar hún var farin að fá afmælisboðskort til krakka sem eru með henni á leikskólanum og bara einhverja krakka sem ég þekki ekki til og þekki ekki foreldra né veit nein deili á. Sjálfsagt finnst mér að hún fari í afmæli til frænda og frænkna og vina sinna en mér finnst ég þurfa að þekkja einhver deili sjálf á foreldrum barnanna allavega til að ég sendi hana áfram. Hún er nú bara fjögurra ára gömul og mér finnst óþarfi að leikskólakrakkar séu að bjóða allri deildinni sinni í afmælið sitt þar sem jú leikskólinn sjálfur heldur upp á afmæli hvers barns fyrir sig á deildunum. Sjálf bauð hún tveimur bestu vinum sínum af leikskólanum sínum í afmælið sitt... mér þætti sjálfri frekar óþægilegt að halda afmælispartý fyrir hana með fullt fullt af 4 ára og 5 ára krökkum sem ég þekki ekki og veit engin deili á.... en jæja þetta er bara mín skoðun og ég ætla bara að halda mig við þessa ákvörðun.

|

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

<