föstudagur, júní 23, 2006
Á morgun 24. júní eru liðin 30 ár frá því ég kom í heiminn.... já ég veit ótrúlegt. Jiii aldrei hélt ég að ég yrði þrítug og þá meina ég svona svakalega fljótt...úffff....mér líður allavega ekki eins og þrítugri kellingu, mér finnst ég sko bara vera töttögöogþriggja.
Þrítug, hálfsextug, á fertugsaldrinum...jedúdda...lífið er allavega ekki eins og ég var búin að ímynda mér að það yrði þegar ég yrði þrjátíu ára gömul.
Ég sá fyrir mér að þrítug væri ég pottþétt komin með allavega þrjú börn, gift, vinnandi hálfsdagsstarf, væri löngu hætt að kaupa mér bland í poka (mínus kúlur) og bryðjandi piparbrjóstsykur á kvöldin. Ég væri löngu hætt að fá í skóinn á aðfangadagsmorgun og væri ekki æfandi og leikandi mér í fótbolta á kvöldin. Ég kynni pottþétt að taka bensín á bílinn og það skyldi sko enginn kalla mig lengur dúllu og klipi í kinnarnar á mér.
En... á morgun verð ég sem sagt þrjátíu ára gömul og já ég er enn kölluð dúlla.... dúlla á fertugsaldri.
Þrítug, hálfsextug, á fertugsaldrinum...jedúdda...lífið er allavega ekki eins og ég var búin að ímynda mér að það yrði þegar ég yrði þrjátíu ára gömul.
Ég sá fyrir mér að þrítug væri ég pottþétt komin með allavega þrjú börn, gift, vinnandi hálfsdagsstarf, væri löngu hætt að kaupa mér bland í poka (mínus kúlur) og bryðjandi piparbrjóstsykur á kvöldin. Ég væri löngu hætt að fá í skóinn á aðfangadagsmorgun og væri ekki æfandi og leikandi mér í fótbolta á kvöldin. Ég kynni pottþétt að taka bensín á bílinn og það skyldi sko enginn kalla mig lengur dúllu og klipi í kinnarnar á mér.
En... á morgun verð ég sem sagt þrjátíu ára gömul og já ég er enn kölluð dúlla.... dúlla á fertugsaldri.