miðvikudagur, júní 21, 2006
Skil ekki svona markaðssetningu. Fékk bækling inn um lúguna í dag hjá mér.... frá OgVodafone. Bæklingurinn var hinn flottasti og þar voru myndir og allar helstu upplýsingar um örugglega alla gsm-síma sem ogvodafone selur nema..... verðið. Afhverju er þetta gert? Þessi bæklingur fékk mig allavega ekki til að skoða sig og hvað þá ekki til þess að langa til að kaupa síma frá OgVodafone. Mér finnst lágmark að greint sé frá því hvað hlutirnir kosti eða ætli það sé svona lítið að gera í þjónustuverinu hjá OgVodafone að þeir búist við holskeflu hringinga um hvað þessi sími hér á þessari blaðsíðu með þetta framleiðslunúmer kosti ?
Svona bæklingar fara beint í ruslið hjá mér enda nenni ég ekki að hringja og fá upplýsingar um verð á hinum og þessum símum og fara svo að bera þá saman. Ef það er eitthvað trikk á bakvið þessa sölumennsku þá er hún ekki að gleypa mig.
Annars vantar mig ekkert síma en það er aldrei að vita hvað maður gerir þegar maður sér flottan pæjusíma á góðu verði detta inn um lúguna hjá sér.
Svona bæklingar fara beint í ruslið hjá mér enda nenni ég ekki að hringja og fá upplýsingar um verð á hinum og þessum símum og fara svo að bera þá saman. Ef það er eitthvað trikk á bakvið þessa sölumennsku þá er hún ekki að gleypa mig.
Annars vantar mig ekkert síma en það er aldrei að vita hvað maður gerir þegar maður sér flottan pæjusíma á góðu verði detta inn um lúguna hjá sér.